Bændaglíman 2025
Bændaglíman 2025

Hin árlega Bændaglíma klúbbsins var haldin síðastliðinn laugardag og að þessu sinni var fyrirkomulagið tveggja manna Texas Scramble, holukeppni. Frábær þátttaka var í mótinu og var skemmtileg stemning meðal keppenda. Bændurnir í ár voru Hlynur Jóhannsson, klúbbmeistari 2025 (rauða liðið) og Tómas Orri, stigameistari 2025 (bláa liðið). Eftir skemmtilega keppni stóð rauða liðið, undir forystu Hlyns, uppi sem sigurvegari.
Að lokinni keppni var svo haldin kótilettuveisla í klúbbhúsinu þar sem keppendur gátu haldið áfram að njóta dagsins í skemmtilegum félagsskap.
Bikarmeistari 2025 og stigameistari 2025 voru krýndir en bikarmeistarinn var Halldór Rúnarsson en hann sigraði Svein Hans Gíslason í úrslitaleik. Tómas Orri var stigameistari ársins.
Frábær endir á skemmtilegu golfári 2025. Völlurinn okkar er að sjálfsögðu opinn öllum allt árið en hvað formlegt skipulagt varðar er hægt að segja að því sé lokið.
Stjórn klúbbsins vill þakka félagsmönnum fyrir sumarið og hlakkar til að sjá ykkur aftur á vellinum.


