Texas scramble innanfélagsmót
Texas scramble innanfélagsmót

Síðastliðinn fimmtudag var aftur haldið 9 holu Texas scramble mót fyrir félagsmenn. Þátttakan lét ekki á sér standa frekar en fyrri daginn og voru yfir 70 GSG félagar sem mættu og skemmtu sér. Það voru tvö lið sem báru sigur úr býtum á 5 undir pari en það voru liðin „Hann Maggi“ sem félagarnir Hannes Jóhannsson og Magnús Sigurjónsson skipa. Á sama skori var liðið „Hlíðarsson/Pálmason“ með þeim Ólafi Ágústi Hlíðarssyni og Tómasi Pálmasyni.
Það rigndi aðeins á meðan á leik stóð en það voru allir með góða skapið með í för svo það kom ekki að sök. Súpan og hamborgararnir sem biðu keppenda að leik loknum í notalegu klúbbhúsinu var því sérstaklega kærkomin. Virkilega skemmtilegt mót og gaman að sjá svona góða þátttöku sem klárlega eflir félagsandann í klúbbnum og skapar skemmtilegar minningar.




