Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis
November 19, 2025
Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis

Aðalfundur Golfklúbbs Sandgerðis 2025 verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember næstkomandi kl. 19.00. Að þessu sinni verður fundað í Reynisheimilinu þar sem framkvæmdir í klúbbhúsinu eru í fullum gangi.
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar fyrir síðasta starfsár.
- Reikningar lagðir fram og skýrðir.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Atkvæðagreiðsla um reikningana.
- Lagabreytingar.
- Lögð fram tillaga um gjaldskrá.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja stjórnarmanna.
- Kosning skoðunarmanna reikninga og einn til vara.
- Önnur mál.
Stjórn Golfklúbbs Sandgerðis