Erlingur fór holu í höggi
Erlingur fór holu í höggi

Síðastliðinn þriðjudag náði Erlingur Jónsson GSG-ingur því sem marga kylfinga dreymir um, að fara holu í höggi. Draumahögginu náði hann á 2. holu á Kirkjubólsvelli. Erlingur sló með PW kylfu og var örlítill andvari með að hans sögn.
,,Boltinn stefndi beint á flaggið allan tímann, lenti rétt framan við flötina og rúllaði svo áfram og hvarf” sagði Erlingur. Hann og meðspilarar hans, Elías og Þórhallur voru þó ekki vissir hvort boltinn væri fyrir aftan holuna eða hefði náð því að detta, sem kom þó fljótlega í ljós að var raunin.
Erlingur er enginn nýgræðingur í íþróttinni, hefur spilað golf í 40 ár og er hörkukylfingur. Þrátt fyrir að hafa náð nokkrum sinnum að fara á erni og meira að segja albatross er þetta í fyrsta skipti sem hann náði þessari svokölluðu holu í höggi. Hann var því mjög sáttur eftir hringinn.
Til hamingju Erlingur!
