Lárus Einar fór holu í höggi
Lárus Einar fór holu í höggi

Lárus Einar Ólafsson, 15 ára kylfingur frá Golfklúbbi Sandgerðis fór holu í höggi á Kirkjubólsvelli þann 6. ágúst.
Lárus Einar náði draumahögginu sem margir bíða eftir í áratugi – og það aðeins nokkrum vikum eftir að hann byrjaði í golfi.
2. hola vallarins er greinilega að gefa í þessari viku en rétt eins og Erlingur Jónsson degi fyrr sló Lárus Einar draumahöggið á sömu holu.
Lárus Einar notaði 8 járnið sitt og lenti boltinn framarlega á flötinni. ,,Ég heyrði svo í pinnanum og vissi strax hvað hafði gerst” sagði Lárus Einar þegar hann lýsti atvikinu. Aðspurður um hvernig tilfinningin hefði verið sagði Lárus Einar: “Geggjað, besta sem ég veit um” 😊
Það er óhætt að segja að þessi ungi GSG-ingur hefji golfferilinn með látum og við hlökkum til að fylgjast með honum í framhaldinu.
Til hamingju Lárus Einar!