Friðrik vann Draumahöggið 2025
Friðrik vann Draumahöggið 2025

Síðasliðna helgi fór fram skemmtilegt mót sem kallað er Draumahöggið á Nesvellinum. Þar fengu 100 kylfingar sem höfðu allir slegið holu í höggi á síðustu tólf mánuðum tækifæri til að reyna að endurtaka leikinn á 9. brautinni sem var stillt í 102 metra. Hver og einn fékk aðeins eina tilraun.
Í verðlaun fyrir draumahöggið beið glæsilegur, EQA frá Mercedes-Benz. Að þessu sinni náðist þó engin hola í höggi en okkar maður Friðrik Þór Friðriksson frá Golfklúbbi Sandgerðis gerði sér lítið fyrir og sló 132 cm frá holu og vann mótið. Hann rétt missti því af bílnum en fékk veglegan ferðavinning að launum. Aðspurður sagði Friðrik að það hafi verið stórskemmtilegt að taka þátt í þessu þó að stressið hafi valdið því að hann myndi lítið eftir högginu. Það kom þó greinilega ekki að sök 😊 Við erum auðvitað stolt af okkar klúbbmeðlimi og óskum honum innilega til hamingju.