Gjaldskrá Golfklúbbs Sandgerðis 2026


Félagsgjöld eru greidd í gegnum greiðslukerfið Abler,
 annað hvort í gegnum appið eða á vefsíðunni:
https://www.abler.io/shop/gsg

Árgjöld

Aldur (m.v. fæðingarár) Árgjald
0-15 ára 0 kr.
16-18 ára 19.900 kr.
19-26 ára 54.700 kr.
27-66 ára 99.500 kr.
67 ára og eldri 74.700 kr.
Nýliðagjald 1. ár 59.700 kr.
Nýliðagjald 2. ár 89.600 kr.
Hjónagjald 183.000 kr.
Fjaraðild 43.900 kr.


0-15 ára: Fyrir þá sem búa í Suðurnesjabæ og hafa GSG sem heimaklúbb er gjaldið 0 kr.. Fyrir aðra í þessum aldursflokki er gjaldið 19.900 kr.


Nýliðagjald 1. ár: Fyrir þá sem ekki hafa verið í golfklúbbi og ekki með gilda forgjöf. Gildir einnig fyrir þá sem ekki hafa greitt til golfhreyfingarinnar síðastliðin 5 ár (mót, fyrirtækjaklúbbar, aðrir golfklúbbar o.fl.). Fyrir skráningu vinsamlegast sendið póst á [email protected].


Nýliðagjald 2. ár: Fyrir þá sem greiddu nýliðagjald (1. ár) á síðasta ári til GSG. Vinsamlegast sendið póst á [email protected]


Hjónagjald: Annar aðilinn gengur frá heildargreiðslu í Abler, til að fá hinn aðilann tengdan við skráninguna skal senda bæði nöfn og kennitölur á [email protected] þar sem nöfnin verða tengd við gjaldið.


Fjaraðild: Fyrir þá sem búa utan Suðurnesja. Fyrir aðild vinsamlegast hafið samband við skrifstofu GSG, [email protected].



  • Skráning fer fram á heimasvæði GSG hjá Abler: https://www.abler.io/shop/gsg. Einnig er  mælt með því að nota appið ABLER en það er mjög þægilegt í notkun.
  • Skráning fer fram með rafrænum skilríkjum.
  • Þegar farið er inn í fyrsta skipti skal smella á "nýskrá", annars "innskrá".
  • Þarna ættu flokkarnir að sjást og valinn er sá flokkur með því að smella á "kaupa".
  • Þá kemur upp greiðslusíða þar sem hægt er að velja um greiðsluleið og einnig er hægt að skipta greiðslum.


  • Þegar greiðslum er dreift leggst 3% umsýslugjald ofan á þá fjárhæð sem dreift er.


  • Félagsmenn geta sjálfir nálgast kvittanir í Abler, bæði við skráningu og eftir.



- Bent er á að sum bæjarfélög, stéttarfélög og fyrirtæki veita styrki vegna félagsgjalda.


- Ef eitthvað er óljóst varðandi skráningu þá ekki hika við að hafa samband við skrifstofu GSG, [email protected]


- Þeir sem vilja nýta sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við skrifstofu GSG, [email protected].


Bankaupplýsingar: kt.: 420289-1549, Reikn.nr.: 542-26-1563


Úrsögn/endurgreiðsla


  • Þeir sem ekki hafa greitt árgjald eða samið um greiðslur fyrir 15. mars verða teknir af félagaskrá og munu því ekki hafa aðgang að Golfbox í gegnum GSG.
  • Ákveði félagsmaður að segja sig úr klúbbnum skal úrsögn berast skrifstofu GSG fyrir 15. febrúar ár hvert.
  • Berist úrsögn eftir 16. febrúar fást félagsgjöld ekki endurgreidd nema gegn framvísun læknisvottorðs.
  • Ef félagsmaður slasast eða veikist eftir að golftímabilið hefst er hægt að fá endurgreitt skv. eftirfarandi, berist tilkynning fyrir:


- 1. júní : 75% endurgreiðsla

- 1. júlí: 50% endurgreiðsla

- 15. ágúst: 25% endurgreiðsla

- Eftir 15. ágúst er engin endurgreiðsla á félagsgjöldum