Innanfélagsmót

July 28, 2025

Vel heppnað innanfélagsmót

Virkilega vel heppnað innanfélagsmót var haldið síðastliðinn föstudag. Um 70 GSG félagar mættu til leiks og var gaman að sjá hversu fjölbreyttur hópurinn var. Okkar bestu kylfingar mættu og einnig þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref - og allt þar á milli. Sérstaklega gaman var að sjá ungu kylfingana fjölmenna í bland við þá eldri og reyndari 😊


Spilaðar voru 9 holur og var leikformið tveggja manna texas scramble með forgjöf. Mótið vannst á 5 undir pari en það var liðið Oreo sem bar sigur úr býtum en það eru þeir Ísleifur Jón Lárusson og Tristan Jayvie Rosento. Hvorki meira né minna en 7 lið voru á 4 undir pari og til að ná fram úrslitum fóru liðin í vippkeppni á 18. holunni þar sem keppendur tóku högg af 30 metra færi. Það var mikil stemning í hópnum og mögulega smá pressa þar sem áhorfendur fylktu sér í kringum flötina. Einn af okkar bestu félagsmönnum, Einar S. Guðmundsson lét þó pressuna ekki trufla sig,  gerði sér lítið fyrir og sló beint í holu og uppskar fyrir það mikil fagnaðarlæti.


Frábær golfdagur hjá frábærum GSG félögum.




Sigurvegararnir sáttir.