Aðalfundur GSG 2025

December 4, 2025

Aðalfundur GSG 2025

Aðalfundur GSG fór fram í síðustu viku, þann 27. nóvember og var haldinn í Reynisheimilinu í Suðurnesjabæ.  


Formaður fór yfir skýrslu stjórnar en margt var á döfinni á liðnu ári. Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá klúbbnum á vormánuðum og er nú með framkvæmda- og vallarstjóra í heils árs starfi. Náttúran setti svip sinn á starfið síðasta vetur þegar sjór flæddi yfir og sýndi sig enn og aftur hve ríkur klúbburinn er af sjálfboðaliðum en samstillt átak varð til þess að völlurinn fór fljótt aftur í spilhæft ástand. Félagsmönnum hefur fjölgað ásamt spiluðum hringjum á vellinum. Kvennagolf var haldið á þriðjudögum og í samstarfi við klúbbinn varð golf valgrein í grunnskólum bæjarins. Mótahald var nokkurt og var sérstaklega gaman að sjá góða þátttöku félagsmanna í tveggja manna innanfélagsmótunum. 

 

Stigameistari ársins var Tómas Orri Grétarsson Miller og bikarmeistari ársins var Halldór Rúnarsson. Klúbbmeistarar voru Hlynur Jóhannsson og Andrea Ásgrímsdóttir. 

 

Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins sem var samþykktur. Tekjur fyrir fjármagnsliði voru 65.700.600 kr. og gjöldin 51.569.315 kr. og rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði því  14.131.284 kr.  

Árgjöld næsta árs voru lögð fyrir fundinn og samþykkt. 


0-15 ára:.......................0 kr.

16-18 ára:..............19.900 kr.

19-26 ára:.............54.700 kr.

27-66 ára:.............99.500 kr.

67 ára og eldri:......74.700 kr.

Nýliðagjald 1. ár:....59.700 kr.

Nýliðagjald 2. ár:.. 89.600 kr.

Hjónagjald:..........183.000 kr.



 Ný stjórn er eftirfarandi: 


Formaður: Guðfinnur Magnússon 

Atli Þór Karlsson 

Ari Gylfason 

Björn Ingvar Björnsson 

Róbert Pálsson 


Varamenn:  

Hlynur Jóhannsson 

Sveinn Hans Gíslason 


 

Stjórn kom á framfæri þökkum til fráfarandi stjórnar, Suðurnesjabæjar, annarra fyrirtækja og einstaklinga sem hafa reynst klúbbnum vel í gegnum tíðina.   

 

Næst á döfinni er að klára framkvæmdir í klúbbhúsinu en það er mikið í gangi þar sem verið er að endurnýja eldhús, salernisaðstöðu, gólfefni o.fl. 


Golfklúbbur Sandgerðis lítur björtum augum til framtíðar og hlakkar til að taka á móti félagsmönnum og öðrum gestum í endurnýjuðu klúbbhúsi á nýju ári. 


 

Skýrslu stjórnar og ársreikning 2025 má finna hér.