Framkvæmdir í klúbbhúsi

January 6, 2026

Framkvæmdir í klúbbhúsinu

Framkvæmdir í klúbbhúsinu – nýtt og endurnýjað umhverfi


Undanfarnar vikur hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir í klúbbhúsinu og er nú lokið við stóran hluta þeirra. Markmiðið er að bæta aðstöðu fyrir félagsmenn og gesti og skapa hlýlegt og notalegt umhverfi.


Búið er að taka niður veggi og setja nýja, eldhúsið verður endurnýjað, salernisaðstaða, skrifstofuaðstaða, ný gólfefni verða sett o.s.frv. Með öðrum orðum þá er verið að taka allt í gegn.


Verkefnið hefur gengið afar vel og er óhætt að segja að klúbburinn búi að frábærum klúbbmeðlimum sem margir hafa gefið vinnu sína í að gera þetta að veruleika.


Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem segja meira en mörg orð.