Íslandsmót golfklúbba U14 framundan

June 23, 2025

Íslandsmót golfklúbba U14 framundan

Kæru félagar.


Í þessari viku verður haldið Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri á Kirkjubólsvelli en mótið fer fram á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Von er á 120 krökkum ásamt þjálfurum og aðstandendum svo búast má við fjöri á svæðinu.


Ef allt gengur eftir ætti að vera hægt að opna völlinn aftur fyrir almennri umferð eftir hádegi á föstudag. Við viljum minna félaga á að þegar mót á vegum GSÍ fer fram geta félagar spilað aðra velli á 50% afslætti.


Eins og gefur að skilja er ýmislegt sem þarf að gera fyrir svona fjölmennan viðburð og ef einhverjir félagsmenn sjá sér fært um að aðstoða þá endilega hafið samband við starfsfólk eða stjórn. Margar hendur vinna létt verk 😊


Jónsmessumótið okkar sem fram átti að fara á föstudaginn verður því miður frestað en fyrir því eru óhjákvæmlegar aðstæður. Í staðinn verður mótið haldið föstudaginn 11. júlí. Það verður ræst út af öllum teigum og hefst leikur kl. 18.30, mæting í klúbbhús eigi síðar en 18.00. Þetta verður tveggja manna texas scramble og vonumst við til þess að sjá sem allra flesta. Verðlaunaafhending verður svo að loknu móti.


Skráning í meistaramótið er hafin og hvetjum við alla félagsmenn til að vera með.