Meistaramót 2025
Meistaramót 2025

Kæru félagar,
Meistaramót klúbbsins verður haldið dagana 3. – 5. júlí. Í boði verða fjölmargir flokkar og mun hver keppandi geta valið á milli a.m.k. tveggja flokka. Þeir sem eru með fjaraðild geta spilað í opnum flokki karla eða kvenna. Undanfarin misseri hafa komið til okkar þó nokkrir nýliðar og var ákveðið að prófa að bjóða upp á svokallaðan nýliðaflokk. Þar geta félagsmenn með forgjöf frá 36 og meira skráð sig og verða spilaðar 9 holur í 3 daga. Skráning fer fram í tölvupósti á netfanginu [email protected]. Skráning í aðra flokka fer fram á Golfbox.
Rástímaskráning fer fram til kl. 12 á hádegi daginn fyrir hvern dag. Hægt er að skrá sig á blöð í skála, hringja eða senda tölvupóst. Meistaraflokkur karla spilar frá kl. 17 á föstudeginum og allir flokkar spila á ákveðnum tímum á laugardeginum.
Flokkaskipting er eftirfarandi:

Keppendur í meistaraflokki karla og kvenna geta valið um rástíma fyrstu tvo dagana. Seinni tvo dagana verður ræst út á ákveðnum tíma og eftir skori. Keppendur í öðrum flokkum geta valið um rástíma fyrstu þrjá dagana (æskilegt er að flokkar spili saman, sé það kostur). Allir flokkar spila síðasta hringinn síðasta daginn og ræst er út eftir flokkaskiptingu og skori.
Mótsgjald:
4 daga mót: 9500 kr.
3 daga mót: 8500 kr.
Nýliðaflokkur: 6000 kr.
Lokahóf er innifalið í mótsgjaldi.
Skráning hefst í næstu viku og við hvetjum alla, unga sem aldna, lág- eða háforgjafarkylfinga til að taka þátt og hafa gaman saman í golfi þessa daga.
Stjórn
Reglugerð meistaramóts GSG
Reglugerð samþykkt á stjórnarfundi Golfklúbbs Sandgerðis 16. júní 2025
1. grein
GSG gengst árlega fyrir meistaramóti í flokkum karla og kvenna.
2. grein
Stjórn GSG skal hafa yfirumsjón með framkvæmd mótsins og ákveður þátttökugjöld.
Formaður mótanefndar skal skipa mótsstjórn og skipa a.m.k. einn dómara við mótið.
3. grein
Mótsstjórn ákveður staðarreglur, af hvaða teigum skuli leikið og jafnframt skal hún hafa eftirlit með merkingum vallar, holustaðsetningum og getur ákveðið breytingar. Þá getur mótsstjórn ákveðið að fella niður og eða fresta umferð eða umferðum vegna aðstæðna. Staðarreglur og keppnisskilmálar skal vera aðgengilegt keppendum.
4. grein
Leika skal eftir reglum Royal and Ancient Golf Club og St. Andrew's og eftir almennum staðareglum um hegðun.
Ef tveir eða fleiri leikmenn eru í sigursæti í höggleik skal leika umspil á 10., 11. og 18. holu. Ráðist ekki úrslit eftir umspil skal leika bráðabana á 10., svo 11., svo 18. og svo koll af kolli þar til úrslit nást. Þar sem leikin er punktakeppni skal telja fyrst seinni níu holur, því næst sex holur, þá þrjár holur, loks eina holu, fyrst 18. því næst 17. og áfram þangað til úrslit fást með fleiri punktum á holu. Ef það dugir ekki skal hlutkesti ráða. Hlutkesti telst vera að kasta peningi eða draga úr spilum. Veita skal verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti í hverjum flokki.
5. grein
Keppendur í meistaraflokki karla og kvenna geta valið um rástíma fyrstu tvo dagana. Seinni tvo dagana verður ræst út á ákveðnum tíma og eftir skori.
Keppendur í öðrum flokkum geta valið um rástíma fyrstu þrjá dagana.
Allir flokkar spila síðasta hringinn síðasta daginn og ræst er út eftir flokkaskiptingu og skori.
6. grein
Keppt skal í eftirtöldum flokkum:

Þ Klúbbmeistarar eru sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna. Aðrir eru meistarar síns flokks.
Þ Komi til þess að meistaraflokkur falli niður er klúbbmeistari sigurvegari efsta flokks (lægsta forgjöf) karla og kvenna.
Þ Mótsstjórn er heimilt að endurskoða leikteiga og annað í samræmi við breytingar á flokkum.
Þ Mótsstjórn er heimilt að leyfa keppendum að færa sig upp um einn flokk þótt forgjöf leikmanns sé ekki í samræmi við grunnforgjöf skv. flokkaskiptingu.
Þ Keppendum í öldungaflokkum er heimilt að leika á golfbílum. Keppendur í öðrum flokkum skulu senda beiðni um undanþágu til mótsstjórnar, vilji þeir leika á golfbíl. Beiðnin þarf að vera búin að berast mótsstjórn á mánudeginum fyrir mót.
7. grein
Sé þátttaka í einstaka flokkum ekki nægilega mikil þá hefur mótstjórn heimild til þess að sameina flokka, fella niður eða breyta forgjafarmörkum milli flokka.
Stjórn GSG 2025